Rockville svæðið hreinsað
Byggingar Rockville á Miðnesheiði verða að öllum líkindum rifnar niður á næsta ári. Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins auglýsti í sunnudagsblaði Morgunblaðsins eftir fyrirtækjum til að taka þátt í forvali vegna niðurrifs á byggingum í Rockville. Í forvalinu er einnig gert ráð fyrir niðurrifi olíutanka, lagna og girðinga á efra Nikkelsvæði og víðar á varnarsvæðinu.
Allt frá því að meðferðarheimilið Byrgið fór úr Rockville hefur staðið til að rífa byggingar á svæðinu niður. Vegna fjárskorts hefur Varnarliðið ekki haft tök á því að hreinsa svæðið.