Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Rockville loks rifið
Föstudagur 2. desember 2005 kl. 17:23

Rockville loks rifið

Framkvæmdir eru loks hafnar við rif húsanna í Rockville, en stórvirkar vinnuvélar frá Hringrás hófu að rífa niður gistiskála og fleiri byggingar í vikunni.

Þó nokkuð er síðan ákveðið var að fjarlægja mannvirkin á svæðinu, sem hefur verið undir stjórn Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli frá árinu 1953, en sökum annríkis hjá verktaka dróst verkið.
Byggingarnar voru mikið skemmdar og engin starfsemi hefur verið í húsunum frá því að meðferðarstofnunin Byrgið þurfti að flytja burt.

Ratsjárkúlurnar hvítu, helsta kennimerki Rockville, standa enn og munu standa næstu vikur þar sem enn er verið að hreinsa úr þeim asbest.

VF-myndir/Þorgils

Bílakjarninn
Bílakjarninn