Rockville jafnað við jörðu
Rockville svæðið verður jafnað við jörðu og svæðið hreinsað á næstu vikum en staðið hefur til að rífa svæðið síðan í vetur. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er varnarliðið að afla fjármuna til þess að greiða fyrir niðurrifið en þeir hafa þegar boðið út verkið. Lægsta tilboð átti Línuborun ehf. en ekki er vitað hvað þeir buðu, á eftir þeim voru Keflavíkurverktakar.
Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, sagði í samtali við Víkurfréttir að ekki væri búið að ákveða framtíð svæðisins.
Eins og lesendum fréttavefs Víkurfrétta er kunnugt um þá varð hús á Rockville svæðinu eldi að bráð í nótt en svæðið hefur nánast verið opið almenningi í nokkurn tíma því hlið að svæðinu hefur ekki verið læst.
Myndin: Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli barðist við eldinn sem teygði sig upp úr þaki hússins VF-mynd: Atli Már
Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, sagði í samtali við Víkurfréttir að ekki væri búið að ákveða framtíð svæðisins.
Eins og lesendum fréttavefs Víkurfrétta er kunnugt um þá varð hús á Rockville svæðinu eldi að bráð í nótt en svæðið hefur nánast verið opið almenningi í nokkurn tíma því hlið að svæðinu hefur ekki verið læst.
Myndin: Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli barðist við eldinn sem teygði sig upp úr þaki hússins VF-mynd: Atli Már