Róbert vill í Sandgerði og Árborg
Róbert Ragnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vogum, er á meðal umsækjenda um bæjarstjórastöður í Sandgerði og einnig í Árborg. Nýr meirihluti í Vogum ákvað að auglýsa stöðu bæjarstjóra að loknum bæjarstjórnarkosningum í vor og tók Eirný Valsdóttir við starfi bæjarstjóra í Vogum um miðjan júní.







