Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Róbert Ragnarsson ráðinn bæjarstjóri í Grindavík
Mánudagur 26. júlí 2010 kl. 17:51

Róbert Ragnarsson ráðinn bæjarstjóri í Grindavík

Róbert Ragnarsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Ráðning Róberts var samþykkt samhljóma á bæjarstjórnarfundi í Grindavík sem lauk fyrir um hálftíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Laun Róberts verða 900 þúsund krónur á mánuði, auk þess sem hann hefur íbúð í Grindavík til afnota á meðan ráðningartími hans gildir. Þá fær nýr bæjarstjóri greitt samkvæmt akstursbók og aðeins fyrir akstur utan Grindavíkur. Uppsagnarfrestur að loknu kjörtímabili er 3 mánuðir en verði Róberti sagt upp störfum á kjörtímabilinu gildir 6 mánaða uppsagnarfrestur.
Minnihlutinn í Grindavík bókaði sérstaka ánægju með ráðningu Róberts og lofaði vinnubrögð meirihlutans í ráðningarferlinu.

Bókanir meirihluta og minnihluta vegna ráðningar bæjarstjóra verða birtar hér á vf.is síðar í kvöld.

Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson