Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Róbert Ragnarsson leiðir sameiningu Garðs og Sandgerðis
Þriðjudagur 30. janúar 2018 kl. 10:13

Róbert Ragnarsson leiðir sameiningu Garðs og Sandgerðis

- Undirbúningsstjórn hefur tekið til starfa

Undirbúningsstjórn sem hefur það hlutverk að undirbúa sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs hefur tekið til starfa. Undirbúningsstjórnin hefur ráðið Róbert Ragnarsson sem verkefnisstjóra og er hann starfsmaður stjórnarinnar ásamt bæjarstjórunum Magnúsi Stefánssyni og Sigrúnu Árnadóttur.

Róbert var áður bæjarstjóri í Grindavík og þar á undan í Vogum en hann vann að sameiningarverkefnum fyrir ráðuneyti sveitarstjórnarmála á sínum tíma. Hlutverk undirbúningsstjórnar er að tryggja að sameiningin gangi hnökralaust fyrir sig og undirbúa þau verkefni sem bíða nýrrar sveitarstjórnar. Jafnframt skal undirbúningsstjórnin ganga frá nauðsynlegum skjölum svo sveitarstjórnarráðuneytið geti staðfest sameininguna með formlegum hætti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í undirbúningsstjórninni sitja eftirfarandi fulltrúar og fundar hún að jafnaði vikulega um þessar mundir: Daði Bergþórsson, Einar Jón Pálsson, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Jónína Holm, Jónína Magnúsdóttir og Ólafur Þór Ólafsson.