Robert Plant heimsótti Bláa lónið
Robert Plant hélt tónleika í Laugardalshöllinni í gærkvöld með hljómsveit sinni Strange Sensation 35 árum eftir að hann mætti þar á svið með Led Zeppelin. Eins og flestir sem heimsækja landið kíkti stórsöngvarinn að sjálfsögðu á náttúruperluna Bláa lónið og fór þar í kynningartúr um svæðið fyrr í vikunni.
Myndin er tekin af kappanum í Bláa lóninu.