Rjómablíða í dag en svo fer kólnandi
- þó hlýjast á S- og V-landi.
Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands er spáð glampandi sól og hægum vindi um og yfir hádegi í dag. Þá er um að gera að nýta sér það því veður fer kólnandi næstu daga á eftir.
Spáð er norðlægri eða breytilegri átt í dag, 3-10 m/s. Skýjað með köflum eða bjartviðri en þokuloft eða súld við N- og A-ströndina og lítilsháttar væta með köflum SV-til. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast V-til og í innsveitum N-lands.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðan 3-8 og bjart með köflum, en skýjað A-lands og dálítil rigning þar um kvöldið. Hiti 5 til 16 stig, hlýjast á S- og V-landi.
Á fimmtudag:
Norðlæg átt, 3-8 m/s og bjartviðri SV-lands, en skýjað og dálítil væta fyrir norðan og austan. Hiti 4 til 15 stig, mildast SV-til en kaldast á NA-verðu landinu.
Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Norðaustlæg át, 3-10 m/s og úrkoma á víð og dreif, síst þó á Vesturlandi. Kólnar, og hiti 4 til 13 stig, mildast á S- og V-landi.