Rjómablíða á stysta degi ársins
Veðurguðirnir eru í sínu besta skapi á stysta degi ársins í dag, 21. desember, á vetrarsólstöðum. Þennan dag er sólargangurinn stystur. Veðrið hefur leikið við okkur síðustu daga nú þegar stutt er til jóla. Myndin sýnir sólina um hádegisbilið og er rétt búin að senda geisla yfir gosstöðvarnar í Grindavík. Það er hægviðri næstu daga og samkvæmt veðurspám verða rauð jól í ár.