Rispuðu bíla við FS. Vitni óskast
Þrjár bifreiðar voru rispaðar þar sem þær stóðu mannlausar í bifreiðastæði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í gærmorgun. Ekki er vitað hver var þar að verki, en lögreglan lýsir eftir vitnum. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband í síma 420-2450.
Nokkur hross sluppu inn á golfvöllinn í Sandgerði í gær. Þau höfðu þegar valdið nokkrum spjöllum á flötum vallarins þegar lögreglan kom á staðinn.
Voru hrossin handsömuð og þeim komið í hús. Við svo búið var haft samband við eiganda hrossanna.
Einn ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í gær. Hraði hans mældist 113 km á klukkustund, en hámarkshraði er 90 km.
Á næturvaktinni voru tveir ökumenn stöðvaðir grunaðir um að aka undir áhrifum áfengis. Tveir aðrir menn gistu fangageymslurnar vegna ölvunar á almannafæri auk þess sem annar þeirra hafði valdið skemmdum á bifreið. Að öðru leyti var vaktin róleg.
Nokkur hross sluppu inn á golfvöllinn í Sandgerði í gær. Þau höfðu þegar valdið nokkrum spjöllum á flötum vallarins þegar lögreglan kom á staðinn.
Voru hrossin handsömuð og þeim komið í hús. Við svo búið var haft samband við eiganda hrossanna.
Einn ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í gær. Hraði hans mældist 113 km á klukkustund, en hámarkshraði er 90 km.
Á næturvaktinni voru tveir ökumenn stöðvaðir grunaðir um að aka undir áhrifum áfengis. Tveir aðrir menn gistu fangageymslurnar vegna ölvunar á almannafæri auk þess sem annar þeirra hafði valdið skemmdum á bifreið. Að öðru leyti var vaktin róleg.