Risinn Mriya fyllti á tankinn í Keflavík
– stoppaði stutt og hélt til Gæsaflóa í Kanada með fulla tanka af eldsneyti.
Stærsta flutningavél heims, Antonov An-225, kölluð Mriya, millilenti á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir miðnætti á sunnudagskvöld til að taka eldsneyti á leið sinni frá Evrópu til Kanada.
Vélin kom hingað til lands frá Doncaster í Englandi og næsti viðkomustaður er Goose Bay og þaðan fer vélin til Toronto í Kanada.
Síðast þegar vélin var hér á landi í ágúst sl. þá var hún að flytja búnað til gasvinnslu í Kanada. Víkurfréttir hafa ekki upplýsingar um farm vélarinnar að þessu sinni en gera má ráð fyrir að það sé búnaður til olíu- og gasvinnslu en það er algengt að öflugar flutningavélar séu notaðar til að ferja þann búnað á áfangastað.
Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir miðnætti og fór aftur um kl. 01:30 í nótt áleiðis vestur um haf.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi af vélinni þegar hún tók eldsneyti á svokölluðu austursvæði Keflavíkurflugvallar. Myndin er svart/hvít þar sem hún er tekin með Infrared eða innrauðri myndavél þar sem kolsvarta myrkur var á athafnasvæðinu.
Olíubíllinn er lítill við hliðina á vélinni.
Anotnov AN-225 er stærsta flutningaflugvél heims og stærsta vélin sem flýgur um loftin blá.
Mryia komin í flugtaksstöðu á Keflavíkurflugvelli kl. 01:30 í nótt. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson