Risasveppir í garði Leoncie
Þeir eru heldur betur myndarlegir sveppirnir sem vaxa í garði indversku prinsessunnar Leoncie í Sandgerði þessa dagana. Leoncie var að koma heim frá London þar sem hún var að taka upp nýjustu plötuna sína og henni brá heldur betur í brún þegar hún var að vitja matjurta í garðinum. Risastórir sveppir voru á lóðinni. Þeir virðast vaxa á ógnarhraða, verða að sögn eldrauðir og springa svo.Þegar ljósmyndari Víkurfrétta skoðaði sveppina í dag var sá stærsti á milli 22-23 sentimetrar að stærð. Þeir eru holir að innan og mjög viðkvæmir. Þannig kom auðveldlega gat á sveppinn sem myndaður var í dag við það eitt að snerta hann.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson