Risastórir skaflar og illfært í Sandgerði
Illfært er í Sandgerði eins og meðfylgjandi myndir, sem Kristján Guðmundsson tók í bænum, sýna. Íbúar komast ekki út úr húsi þar sem skafið hefur fyrir útgönguleiðir. Risavaxnir skaflar loka akleiðum í bænum eins og sést m.a. á myndum með fréttinni.
Snjómokstri var hætt í Suðurnesjabæ fyrr í kvöld en þá var þegar illfært í Sandgerði en mokstur hefst í nótt kl. 04 þegar snjómokstursfólk hefur fengið hvíld.