Risastórar loðnutorfur undan Sandgerði
Risastórar loðnutorfur eru skammt undan landi í Sandgerði. Flotinn hefur verið í einum hnapp og kastað á torfurnar. Oftar en ekki hefur loðnan verið svo mikil að næturnar hafa sprungið hvað eftir annað.Ríkissjónvarpið sýndi á laugardagskvöld magnaðar loftmyndir af veiðunum og mátti sjá næturnar steinsökkva undan þunganum og einnig þar sem loðnu var dælt á milli skipa þegar skipið með nótina hafði fyllt allar lestar. Allt þróarrými á suð-vesturhorninu er nú fullt og þurfa skipin að sigla um langan veg með aflann til löndunar.