Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Risaslökkvibíll þurfti lögreglufylgd á Reykjanesbraut
Föstudagur 23. apríl 2010 kl. 17:40

Risaslökkvibíll þurfti lögreglufylgd á Reykjanesbraut

Slökkvibíll Slökkviliðs Keflavíkurflugvallar þurfti lögreglufylgd þegar hann lagði á Reykjanesbrautina nú áðan. Tvö lögreglumótorhjól fylgdu þessum risaslökkvibíl sem var á leiðinni frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkurflugvallar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Slökkviliðsmenn af Keflavíkurflugvelli standa vaktir á Reykjavíkurflugvelli. Dagurinn í dag hefur verið rólegur í Keflavík, enda flugvöllurinn lokaður vegna ógnar af gosösku úr Eyjafjallajökli. Sömu sögu er að segja af Reykjavíkurflugvelli.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson