Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Risakönguló  í bananakassa
Föstudagur 12. febrúar 2021 kl. 20:22

Risakönguló í bananakassa

Starfsstúlku í einni verslun hér suður með sjó brá eldur betur í brún fyrir helgina þegar hún var að taka upp ávaxtasendingu. Á botninum í einum bananakassanum leyndist nefnilega risakönguló á íslenskan mælikvarða.

„Ég hélt að kóngulóin væri steindauð og upplituð á botninum í kassanum. Hún var ljósbrún á litinn og flöt að sjá. Þegar ég tók upp eina bananakippuna skaust kóngulóin hins vegar til í kassanum. Það er ekki laust við að ég hafi fengið gæsahúð og meira segja á hnén.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viðbrögðin voru þau að taka annan tóman grænmetiskassa og berja honum stöðugt ofan í hinn til að drepa kóngulóna.

„Ég þorði ekki að kíkja til að athuga hvort hún væri dauð, heldur fór með kassana beint út í ruslagáminn og lokaði vel á eftir,“ sagði starfsstúlkan í samtali við blaðið.

Úr Víkurfréttum fimmtudaginn 29. apríl 1993