Risahrós frá lögreglunni
Lögreglan hrósaði rúmlega 200 ökumönnum sem hún stöðvaði á Reykjanesbraut á laugardagskvöld. Lang flestir voru með sín mál í lagi.
„Í kvöld vorum við með umferðareftirlit á Reykjanesbraut og víðar í umdæminu. Á Reykjanesbrautinni voru yfir 200 ökumenn stöðvaðir á tímabilinu frá kl 22:00 til 23:45. Kannað var með ástand og réttindi allra þessara ökumanna. Það er gaman að segja frá því að af þessum rúmlega 200 ökumönnum var aðeins einn ökumaður kærður og er sá grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Þó nokkrir voru ekki með ökuskírteini meðferðis en reyndust þó allir hafa gild réttindi, mjög margir framvísuðu rafrænu ökuskírteini og eru það miklar framfarir að hafa þetta bara í símanum. Við hefðum viljað hafa þetta þannig að engin hefði verið kærður en vonandi verður það þannig næst.“