Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Risagróðurhús fær nýja lóð
Mánudagur 25. nóvember 2013 kl. 09:46

Risagróðurhús fær nýja lóð

Skipulags- og umhverfisnefnd Grindavíkur hefur samþykkt að forkynna breytingu á deiliskipulagi í Mölvík vegna fyrirhugaðrar tómataræktunar. Með breytingunni á deiliskipulaginu falla niður áform um byggingu um 15 ha gróðurhús á iðnaðarsvæði I5 eins og lýst var í áður auglýstri skipulagslýsingu í október á þessu ári. Þess í stað er áætlað að sú bygging verði staðsett í Mölvík. Í tillögu að deiliskipulagsbreytingu eru tvær lóðir sameinaðar í eina og skipulagsreiturinn stækkaður úr 52 ha í 61,4 ha til vesturs.

Forkynning á tillögu að deiliskipulagsbreytingu verður haldinn á bæjarskrifstofu Grindavíkur í dag, 25. nóvember, kl. 16:00 og mun sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs sitja fyrir svörum og kynna skipulagið.

Hér má sjá breytinguna ásamt mynd af gróðurhúsinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024