Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 4. janúar 2002 kl. 14:12

Risaflugeldar á sýningu í Keflavík

Stærsta flugeldasýning sem haldin hefur verið verður á þrettándafagnaði í Reykjanesbæ á sunnudag. Björgunarsveitin Suðurnes verður með sýninguna og meðal annars verður skotið á loft þremur 16" tívolíbombum sem eru langstærstu sýningaflugeldar sem skotið er á loft í flugeldasýningum.Að sögn Ragnars Sigurðssonar, formanns Björgunarsveitarinnar Suðurnes, verður sýningin á sunnudag sú stærsta sem haldin hefur verið á Suðurnesjum, ef frá eru talin áramótin sjálf.
Reykjanesbæingar studdu vel við bakið á björgunarsveitinni fyrir áramótin og vill sveitin koma á framfæri kæru þakklæti fyrir viðskiptin og stuðninginn og vonast til að Suðurnesjamenn eigi slysalausan þrettánda í vændum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024