Risaeignir til sölu á Vellinum
Tvær af veglegustu fasteignunum á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli, stóra flugskýlið (885) og hús Navy Exchange (869), eru meðal átta bygginga sem þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, auglýsir til sölu í dag.
Báðar þessar byggingar eru rúmlega 13.000 fermetrar að flatarmáli. Mikill áhugi hefur verið fyrir þeim og margir komið fram með hugmyndir um nýtingu á þeim. „Við erum að kalla eftir aðilum varðandi nýtingu á þessum eignum,” sagði Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco. „Við höfum ekki fastmótaðar hugmyndir um ráðstöfun eignanna eftir sölu fyrir utan það að nýtingin á sumum þeirra er háð skilyrðum þar sem þær eru innan flugverndarsvæðis og þar verður örugglega flugtengd starfsemi.”
Byggingin sem áður hýsti Navy Exchange verður seld í einu lagi segir Kjartan aðspurður, en hann bætir því við að hann sjái fyrir sér að væntanlegir kaupendur geti hugsað sér að skipta húsinu upp.
Inntur eftir því hvort hann telji líkur á að að stórverslun muni opna í þessu húsnæði segist hann ekki sjá slíkt fyrir sér. „Þar sjáum við hins vegar klárlega möguleika fyrir vöruhús, lager eða eitthvað slíkt, en þar sem við höfum möguleika á að tengja bygginguna við flugverndarsvæðið og líka fyrir utan, þannig að hún hefur víðtækari möguleika en aðrar eignir á svæðinu.”
Eignirnar í þessum hluta söluferlisins verða seldar frá og með 24. þessa mánaðar, en brátt mun koma í ljós hverjir munu fá eignirnar sem auglýstar voru í fyrsta áfanga. „Við höfum fengið töluvert af tilboðum sem við erum núna að fara í gegnum. Við munum svo fara yfir tilboð í næstu viku og stefnum á að klára fyrstu sölurnar í þessum mánuði,” sagði Kjartan að lokum.
Báðar þessar byggingar eru rúmlega 13.000 fermetrar að flatarmáli. Mikill áhugi hefur verið fyrir þeim og margir komið fram með hugmyndir um nýtingu á þeim. „Við erum að kalla eftir aðilum varðandi nýtingu á þessum eignum,” sagði Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco. „Við höfum ekki fastmótaðar hugmyndir um ráðstöfun eignanna eftir sölu fyrir utan það að nýtingin á sumum þeirra er háð skilyrðum þar sem þær eru innan flugverndarsvæðis og þar verður örugglega flugtengd starfsemi.”
Byggingin sem áður hýsti Navy Exchange verður seld í einu lagi segir Kjartan aðspurður, en hann bætir því við að hann sjái fyrir sér að væntanlegir kaupendur geti hugsað sér að skipta húsinu upp.
Inntur eftir því hvort hann telji líkur á að að stórverslun muni opna í þessu húsnæði segist hann ekki sjá slíkt fyrir sér. „Þar sjáum við hins vegar klárlega möguleika fyrir vöruhús, lager eða eitthvað slíkt, en þar sem við höfum möguleika á að tengja bygginguna við flugverndarsvæðið og líka fyrir utan, þannig að hún hefur víðtækari möguleika en aðrar eignir á svæðinu.”
Eignirnar í þessum hluta söluferlisins verða seldar frá og með 24. þessa mánaðar, en brátt mun koma í ljós hverjir munu fá eignirnar sem auglýstar voru í fyrsta áfanga. „Við höfum fengið töluvert af tilboðum sem við erum núna að fara í gegnum. Við munum svo fara yfir tilboð í næstu viku og stefnum á að klára fyrstu sölurnar í þessum mánuði,” sagði Kjartan að lokum.