Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Risa snekkja frá Rússlandi í Keflavík - kíktu í Skessuhellinn
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 3. júní 2021 kl. 12:18

Risa snekkja frá Rússlandi í Keflavík - kíktu í Skessuhellinn

Ein stærsta og óvanalegasta snekkja í heimi sigldi inn í Keflavíkina í morgun og liggur við festar í Stakksfirði, undir Keflavíkurbjargi. Gestir af snekkjunni komu í litlum bát frá henni inn í smábátahöfnina í Keflavík í morgun og sást til þeirra fara í Skessuhellinn. Meðal gestanna voru tvö börn.

Snekkjan er í eigu rússneska viðskiptajöfursins Andrey Melnitsénkó og er 142 metra löng og möstrin eru um hundrað metrar. Snekkjan vakti fyrst athylgi á Íslandi þegar hún sigldi inn Eyjafjörðinn um miðjan apríl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í frétt Fréttablaðsins nýlega kemur fram að engu var til spar­að við gerð skút­unn­ar. Hún er í eigu rúss­nesk­a millj­arð­a­­mær­ings­ins Andrey Meln­ich­en­ko og er skráð á Ber­m­úd­a­eyj­um. Hún er tal­in stærst­a segl­skút­a í eink­a­eig­u sem knú­in er jafn­­framt með mót­or. Snekkj­an var af­hent eig­and­a sín­um árið 2017. Hún var smíð­uð af þýsk­u skip­a­­smíð­a­­stöð­inn­i Kob­iskr­ug í Kiel. Ytra borð henn­ar er hann­að af Do­el­ker + Vog­es, fransk­a art­i­­tekt­in­um Jacq­u­es Garc­i­a og hin­um fræg­a fransk­a hönn­uð­i Phil­ipp­e Starck, sem einn­ig hann­að­i fleyið að inn­an.



Risaskúta við Keflavík