Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Rísa 74 íbúðir að Hafnargötu 12?
Þetta hús gæti vikið fyrir nýju 3ja hæða 74 íbúða fjölbýlishúsi. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 14. október 2016 kl. 13:28

Rísa 74 íbúðir að Hafnargötu 12?

Óskað hefur verið eftir afstöðu Reykjanesbæjar til hugmyndar um byggingu 74 íbúða 3ja hæða fjölbýlishúss með bílakjallara á lóð Hafnargötu 12 í Keflavík.

Hafnargata 12 hýsti síðast skyndibitastaðinn Hlöllabáta en í húsinu hafa einnig verið bæjarskrifstofur Keflavíkurbæjar og rútustöð SBK, svo eitthvað sé nefnt.

Þar sem um mikinn fjölda af íbúðum er að ræða í fyrirhuguðu húsi þá verður að breyta gildandi deiliskipulagi.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar heimilar lóðarhafa, Hrífufangi ehf., að gera tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi á sinn kostnað og leggja fyrir ráðið til frekari umfjöllunar.

Ráðið leggst gegn því að byggt verði hús hærra en þrjár hæðir.

Eitt heitasta hornið á Hafnargötunni. Þar gæti risið 74 íbúða hús á þremur hæðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024