Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ríkisvaldið styður við Fisktækniskólann í Grindavík
Þriðjudagur 25. október 2011 kl. 09:53

Ríkisvaldið styður við Fisktækniskólann í Grindavík

Kominn er á samningur milli Fisktækniskóla Íslands í Grindavík og Mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem ríkisvaldið styður við verkefnið. Samningurinn er byggður á tímabundnum átaksforsendum og fjármagnaður af lið í fjárlögum vegna aðstæðna á vinnumarkaði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Bæjarráð Grindavíkur fagnar á síðasta fundi sínum stuðningi ríkisins við verkefnið. Bæjarráð tekur einnig undir ályktun aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um að nám í sjávarútvegi á Suðurnesjum sé til frambúðar og ætti að njóta virðingar sem slíkt.


Bæjarráð hvetur Alþingi og menntamálaráðherra til að veita Fisktækniskóla Íslands viðeigandi stöðu sem sérskóli á framhaldsskólastigi. Jafnramt að framlög til skólans verði eins og til annarra sambærilegra skóla á framhaldsskólastigi.

Bæjarráð hefur áhuga á að í Grindavík verði byggt upp framhaldsnám í samstarfi Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Fisktækniskóla Íslands og Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.


Bæjarstjóra Grindavíkur er falið að óska eftir því við menntamálaráðherra að slíkt framhaldsnám verði í boði í Grindavík frá og með næsta skólaári.