Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ríkisstjórnin minnt á Helguvík
Föstudagur 15. mars 2013 kl. 14:10

Ríkisstjórnin minnt á Helguvík

„Bæjarráð Reykjanesbæjar minnir á að ítrekað hefur komið fram í máli forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar að sambærilegt frumvarp verði lagt fram um Helguvík og gert er um Bakka. Minnt er á að nú eru örfáir dagar til þingloka. Í frumvörpum um Bakka er verið að lögsetja þjálfunarstyrki, styrki til vegagerðar, lóðaframkvæmda og stuðning við hafnarframkvæmdir. Á viðræðufundi með fjármálaráðherra var óskað eftir að forsvarmenn bæjarins hlutuðust til um að lögð yrði fram umsögn væntanlegs Kísilvers vegna þjálfunarstyrks, sem hefur verið gert. Bæjarráð treystir því að frumvarpið verði lagt fram af ríkisstjórninni“.

Þetta kemur fram í bókun sem var samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum á fundir bæjarráðs Reykjanesbæjar í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024