Ríkisstjórnarfundur á Suðurnesjum í dag
Ríkisstjórnin mun funda á Suðurnesjum í dag. Fundurinn verður haldinn í Víkingaheimum. Fyrir ríkisstjórnarfundinn munu bæjarstjórar á Suðurnesjum funda með ríkisstjórninni.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hefði engar upplýsingar um hvort málefni Suðurnesja verði sérstaklega til umræðu á fundinum. Hann túlkaði þó val á fundarstað sem góðan vilja ríkisstjórnarinnar til að vinna með heimamönnum í atvinnuuppbyggingu.
Mynd: Ríkisstjórnin mun funda í Víkingaheimum í fyrramálið. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson