Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ríkisstjórn og bæjarstjórar funda í Víkingaheimum
Þriðjudagur 9. nóvember 2010 kl. 09:10

Ríkisstjórn og bæjarstjórar funda í Víkingaheimum

Ráðherrar í ríkistjórn Íslands mættu til fundar í Víkingaheimum í Reykjanesbæ í morgun. Ekki var vitað um ástæður þess að ríkisstjórnin ákvað að funda á Suðurnesjum.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagðist ekki vita tilgang fundarins og ekki hefði verið óskað eftir neinum gögnum frá bæjarstjórunum á Suðurnesjum. Þeir voru allir mættir á fundinn en tveir ráðherranna, þeir Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra voru seinir fyrir en væntanlegir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar kl. 11.30 í Víkingaheimum.

Efsta mynd: Bæjarstjórar á Suðurnesjum og stór hluti ríkisstjórnarinnar rétt áður en fundur hófst í morgun.

Fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon var fyrstur í ráðherraliðinu til Reykjanesbæjar í morgun.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra á leið inn í Víkingaheima í morgun.

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra í Víkingaheimum í morgun.