SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Ríkisstjórn og bæjarstjórar funda í Víkingaheimum
Þriðjudagur 9. nóvember 2010 kl. 09:10

Ríkisstjórn og bæjarstjórar funda í Víkingaheimum

Ráðherrar í ríkistjórn Íslands mættu til fundar í Víkingaheimum í Reykjanesbæ í morgun. Ekki var vitað um ástæður þess að ríkisstjórnin ákvað að funda á Suðurnesjum.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagðist ekki vita tilgang fundarins og ekki hefði verið óskað eftir neinum gögnum frá bæjarstjórunum á Suðurnesjum. Þeir voru allir mættir á fundinn en tveir ráðherranna, þeir Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra voru seinir fyrir en væntanlegir.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar kl. 11.30 í Víkingaheimum.

Efsta mynd: Bæjarstjórar á Suðurnesjum og stór hluti ríkisstjórnarinnar rétt áður en fundur hófst í morgun.

Fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon var fyrstur í ráðherraliðinu til Reykjanesbæjar í morgun.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra á leið inn í Víkingaheima í morgun.

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra í Víkingaheimum í morgun.