Ríkissáttasemjari boðar samninganefndir til fundar
Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Starfsmannafélags Suðurnesja og Launanefndar sveitarfélaga til fundar í húsnæði sáttasemjara á mánudaginn kl. 12.00. Starfsmannafélagið vísaði deilunni til sáttasemjara í vikunni en enginn fundur hafði verið haldinn milli deiluaðila frá því að kjarasamningurinn féll úr gildi 31. mars s.l.