Ríkissaksóknari ítrekar reglur um hvenær beri að svipta menn ökuréttindum
Bogi Nilsson, ríkissaksóknari, hefur sent lögreglustjórum landsins bréf þar sem ítrekaðar eru reglur um það hvenær svipta beri ökumenn ökuréttindum á staðnum fyrir brot. Er þetta gert í kjölfar fréttaflutnings um afskipti lögreglunnar af ökumanni sem grunaður er um að hafa ekið á 208 km hraða á Reykjanesbraut, þar sem leyfður ökuhraði er 90 km.
Í bréfinu er vísað í ummæli yfirlögregluþjóns í einu lögregluumdæmanna í fréttum Útvarpsins um að lögregluembættin hafi árið 1998 fengið bréf frá ríkissaksóknara um að svipta menn ekki ökuréttindum á staðnum fyrir hraðakstur nema í algjörum undantekningartilvikum og sé það nú viðmiðunarreglan alls staðar.
Í bréfinu kemur eftirfarandi fram:
Í bréfi mínu til allra lögreglustjóra dagsettu 17. desember 1998 var mælt fyrir um að ekki skyldi svipta ökumann ökurétti til bráðabirgða vegna of hraðs aksturs nema ökuhraði hafi verið slíkur að varði sviptingu ökuréttar í 3 mánuði samkvæmt viðauka við reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim, nú reglugerð nr. 575/2001. Þessi er viðmiðunarreglan og tel ég hana vera skýra og einfalda.
Í viðauka reglugerðarinnar nr. 575/2001 er mælt fyrir um að svipta beri ökumann ökurétti í þrjá mánuði hafi hann t.d. ekið á;
71-75 km hraða þar sem leyfður ökuhraði er 30 km.
121-130 km hraða þar sem leyfður ökuhraði er 50 km.
161-170 km hraða þar sem leyfður ökuhraði er 90 km.
Hafi ökumaður verið staðinn að því að aka hraðar en hér að ofan segir, sbr. og hraðakstursákvæðið í viðauka reglugerðarinnar í heild, þannig að mál hans skuli leggja fyrir dómstól með ákæru er enn ríkari ástæða til að beita heimild til að svipta ökumann ökurétti til bráðabirgða en ella.
Í bréfinu er vísað í ummæli yfirlögregluþjóns í einu lögregluumdæmanna í fréttum Útvarpsins um að lögregluembættin hafi árið 1998 fengið bréf frá ríkissaksóknara um að svipta menn ekki ökuréttindum á staðnum fyrir hraðakstur nema í algjörum undantekningartilvikum og sé það nú viðmiðunarreglan alls staðar.
Í bréfinu kemur eftirfarandi fram:
Í bréfi mínu til allra lögreglustjóra dagsettu 17. desember 1998 var mælt fyrir um að ekki skyldi svipta ökumann ökurétti til bráðabirgða vegna of hraðs aksturs nema ökuhraði hafi verið slíkur að varði sviptingu ökuréttar í 3 mánuði samkvæmt viðauka við reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim, nú reglugerð nr. 575/2001. Þessi er viðmiðunarreglan og tel ég hana vera skýra og einfalda.
Í viðauka reglugerðarinnar nr. 575/2001 er mælt fyrir um að svipta beri ökumann ökurétti í þrjá mánuði hafi hann t.d. ekið á;
71-75 km hraða þar sem leyfður ökuhraði er 30 km.
121-130 km hraða þar sem leyfður ökuhraði er 50 km.
161-170 km hraða þar sem leyfður ökuhraði er 90 km.
Hafi ökumaður verið staðinn að því að aka hraðar en hér að ofan segir, sbr. og hraðakstursákvæðið í viðauka reglugerðarinnar í heild, þannig að mál hans skuli leggja fyrir dómstól með ákæru er enn ríkari ástæða til að beita heimild til að svipta ökumann ökurétti til bráðabirgða en ella.