Ríkislögreglustjóri rannsakar spjöll á Reykjanesi
Embætti ríkislögreglustjóra hefur hafið rannsókn á landspjöllum sem urðu við Krókamýri á Reykjanesi í maí þegar íslenskir og erlendir starfsmenn varnarliðsins óku á jeppum sínum utan vega. Bylgjan greindi frá. Það var ríkissaksóknari sem úthlutaði málinu til ríkislögreglustjóra fyrir skemmstu þar sem sýslumaðurinn í Keflavík taldi sig vanhæfan til að rannsaka málið.
Sýslumaðurinn sagði sig frá því þar sem undirmaður hans virðist hafa aðstoðað við að losa jeppana, en við það urðu enn frekari spjöll.
Myndir af landspjöllum má finna á vefsíðu Sýslumannsins í Keflavík.
Sýslumaðurinn sagði sig frá því þar sem undirmaður hans virðist hafa aðstoðað við að losa jeppana, en við það urðu enn frekari spjöll.
Myndir af landspjöllum má finna á vefsíðu Sýslumannsins í Keflavík.