Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ríkið tekur við mannvirkjum - herinn þarf ekki að hreinsa mengun
Þriðjudagur 26. september 2006 kl. 16:57

Ríkið tekur við mannvirkjum - herinn þarf ekki að hreinsa mengun

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, kynnti fyrir stundu nýjan varnarsamning á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu. Bandaríkjamenn hafa samkvæmt honum skuldbundið sig til að verja Ísland með svokölluðum “færanlegum herstyrk."

Íslenska ríkið mun taka við öllum mannvirkjum bandaríska hersins á varnarsvæðum endurgjaldslaust. Í staðinn losna Bandaríkjamenn við skuldbindingar er varðar jarðvegshreinsun á menguðum svæðum og niðurrif þeirra mannvirka sem ekki verða nýtt. Mannvirkjum og landsvæðum verðum skilað í núverandi ástandi. Talið er að svokallað hrakvirði mannvirkanna sé um 11 milljarðar króna. 

Fram kom í máli Geirs að vitað sé með nokkurri vissu hvert umfang mengunarinnar er og að kostnaðurinn við hreinsunina sé áætluður um tveir milljarðar króna. Ekki er talið að heilsu fólks stafi hætta af þeirri mengun. Íslendingar taka við Vellinum nú um mánaðamótin.

Varðandi mannvirki sem snúa að rekstri flugvallarins þá taka Íslendingar þau yfir en leigja allan nauðsynlegan búnað fyrir eina milljón króna á mánuði. Sá leigusamningur er til 11 mánaða til að byrja með.

Stofnað verður ríkishlutafélag sem mun hafa með höndum umsjá og ráðstöfun mannvirkjanna á varnarsvæðinu.


 

Mynd: Nýr varnarsamningur var kynntur í beinni útsendingu á Stöð 2.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024