Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ríkið skoðar aðkomu að Helgu­vík
Fimmtudagur 29. janúar 2015 kl. 09:19

Ríkið skoðar aðkomu að Helgu­vík

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir iðnaðarráðherra er með það til skoðunar í iðnaðarráðuneyt­inu að láta semja laga­frum­varp, sem muni m.a. að vissu marki grynnka á skuld­um Helgu­vík­ur­hafn­ar, með ákveðinni aðkomu hins op­in­bera að upp­bygg­ing­unni í Helgu­vík. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Sam­kvæmt heimildum blaðsins er þar horft til þess stuðnings sem ákveðinn var vegna upp­bygg­ing­ar­inn­ar á Bakka við Húsa­vík, sem var rúm­ir tveir millj­arðar króna, sem ætlaður var í vega- og hafn­ar­fram­kvæmd­ir o.fl.

Sam­kvæmt heim­ild­um eru for­svars­menn Reykja­nes­bæj­ar hóf­lega bjart­sýn­ir, hvað varðar inni­hald frum­varps­ins, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024