Ríkið kært vegna komuverslunar í FLE
Samtök verslunar og þjónustu hafa kært ríkið til eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. Samtök verslunar og þjónustu hafa margsinnis krafið stjórnvöld um að takmarka vöruval sitt í komuversluninni í Leifstöð, við einkasöluvörurnar áfengi og tóbak eins og kveður á um í tollalögum sem tóku gildi um síðustu áramót.
Samtök verslunar og þjónustu segja ríkið reka verslunin á undanþágu og hafa þvert á þessi lög aukið vöruval og verslunarrými jafnfram því sem markaðsfærsla og auglýsingar sé í sífellt meiri samkeppni við innlenda verslun.
Samtökin segja innlenda verslun ekki eiga lengur að una því að íslenska ríkið, sem fer með skattheimtuvald gagnvart henni, reki samhliða skattfrjálsa verslun í ójafnri samkeppni við hana.
Komuverslunin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar veitir tugum verslunarmanna á Suðurnesjum atvinnu.