Ríkið greiðir Sandgerðisbæ 70 milljónir króna
Ríkið hefur greitt Sandgerðisbæ 70 milljónir króna vegna endurgreiðslu bæjarins til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem til var komin vegna of hás álagningarstofns farsteignaskatts á tímabilinu 1989 til 2000. Hæstiréttur dæmdi Sandgerðisbæ til að endurgreiða Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna mistaka um 82 milljónir króna með vöxtum í samræmi við ákvæði laga um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda.