Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ríkið greiðir Sandgerðisbæ 70 milljónir króna
Mánudagur 5. janúar 2004 kl. 16:21

Ríkið greiðir Sandgerðisbæ 70 milljónir króna

Ríkið hefur greitt Sandgerðisbæ 70 milljónir króna vegna endurgreiðslu bæjarins til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem til var komin vegna of hás álagningarstofns farsteignaskatts á tímabilinu 1989 til 2000. Hæstiréttur dæmdi Sandgerðisbæ til að endurgreiða Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna mistaka um 82 milljónir króna með vöxtum í samræmi við ákvæði laga um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda.

 

Sandgerðisbær hefur undanfarið átt í viðræðum við ríkið um að bærinn fái endurgreidda þá upphæð sem Sandgerðisbær endurgreiddi Flugstöðinni. Þann 30. desember gerðu fulltrúar bæjarins og ríkisvaldsins samning sem kveður á um að ríkið endurgreiði 70 milljónir króna til bæjarins og að ekki verði um frekari kröfur að ræða á hendur ríkinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024