Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ríkið fresti innheimtu
Þriðjudagur 14. október 2008 kl. 09:38

Ríkið fresti innheimtu



Sveitarstjórnamenn á Suðurnesjum vilja að ríkisvaldið fresti innheimtu fjármagnstekjuskatts vegna sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja, vegna óvissu um efnahagsástandið og til að tryggja velferð íbúa og atvinnufyrirtækja á svæðinu.

Þetta kemur fram í ályktun sem gerð var á aðalfundi SSS um helgina um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga. Þar segir að komi til innheimtu nú skuli fjármagnstekjuskatturinn og þeir fjármunir sem urðu til vegna sölu ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja og sölu ríkisins af eignum á Keflavíkurflugvelli renna til uppbyggingar á Suðurnesjum þar sem mörg krefjandi verkefni séu enn óunnin.
Áhersla verði lögð á að samráð við sveitarfélögin á Suðurnesjum við val á verkefnum og úthlutun fjármagns.

Fundurinn taldi einnig að með setningu ýmissa laga og reglugerða hafi auknar kröfur verið gerðar til sveitarfélaganna án þess að tekjustofnar hafi komið á móti. Þess er krafist að lagasetning Alþingis verði kostnaðarmetin og fjármagn fylgi ávallt með nýjum verkefnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg: Frá aðalfundi SSS um síðustu helgi.