Ríkið flutt á Hafnargötu
Vínbúðin í Reykjanesbæ hefur flutt starfsemi sína að Hafnargötu 51-55.
Nýja verslunin er nokkuð minni að flatarmáli en sú gamla en er um leið mun opnari og upplýstari. Yfirbragðið er líka nokkuð breytt þar sem útlitið hefur verið samræmt öðrum verslunum Vínbúðarinnar, en afgreiðslustúlkurnar segjast ánægðar með breytinguna.
Framkvæmdirnar tóku fljótt af og var búðin opnuð á mánudag, tæpum tveimur mánuðum eftir að framkvæmdir hófust í nýja húsnæðinu.
Formleg opnun verður þann 16. desember nk.
VF-mynd: Eyjólfur Eysteinsson, verslunarstjóri, ásamt afgreiðsludömunum Guðrúnu og Jónínu og Jóhanni Steinssyni, forstjóri fasteigna ÁTVR