Ríkið endurreisir ekki SpKef sparisjóð - Rennur inn í Landsbanka Íslands
Ríkið mun ekki leggja SPKEF Sparisjóði til 14 milljarða króna í endurreisnarskyni eins og áformað hefur verið. Þess í stað mun rekstur hans renna inn í Landsbanka Íslands. Þetta er niðurstaðan eftir allnokkur átök um málið innan ríkisstjórnarinnar, samkvæmt upplýsingum sem Eyjan.is birtir rétt í þessu.