Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ríkið ákveður að selja hlut sinn í HS
Föstudagur 26. janúar 2007 kl. 16:33

Ríkið ákveður að selja hlut sinn í HS

Ríkissjóður hefur tilkynnt þá ákvörðun sína að selja eignarhlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja hf. Ákveðið hefur verið að auglýsa eftir ráðgjafa til að verðmeta fyrirtækið, gera sölulýsingu og aðstoða síðan við söluferlið.
Ríkið á rúmlega 15% hlut í HS sem er að nafnverði ríflega 1,1 milljarður króna.

Söluferlið hefur ekki verið útfært í smáatriðum, t.d. ekki ljóst hvort einhverjar takmarkanir verða á því hverjir mega bjóða. Líklegt má þó telja að um tveggja þrepa ferli verði að ræða þar sem fyrst verði óskað eftir að áhugasamir aðilar gefi sig fram og síðan verði í næsta þrepi fengin tilboð frá þeim sem uppfylla þau skilyrði sem sett verða. Fyrirhugað er að ljúka þessu ferli fyrir vorið en þá reynir væntanlega á forkaupsréttarákvæði samþykkta félagsins, að því er fram kemur á heimasíðu HS.
Engar formlegar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort forkaupsréttarákvæðið verður nýtt en af máli manna má ráða að það verði
næsta örugglega gert.

Málið er að ýmsu leiti viðkvæmt og má þar m.a. nefna að fjármálaráðuneytið (eða einkavæðingarnefnd fyrir þess hönd), sem er handhafi hlutsins í HS hf, ákveður söluna og hvernig að henni er staðið. Þar sem ráðuneytið fer einnig með 100% eignarhald á Landsvirkjun, Rarik og Orkubúi Vestfjarða er það vart hlutlaus aðili í þessu máli. Það verður forvitnilegt og spennandi að sjá hvernig til tekst með söluna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024