Ríkið aftur orðið eigandi að Hitaveitu Suðurnesja
Ríkið er aftur komið með eignatengsl í Hitaveitu Suðurnesja. Eftir fall íslensku bankanna er Ríkið orðið stór hluthafi í Geysi Green Energy, sem er stór hluthafi í Hitaveitu Suðurnesja, eftir að hafa keypt hlut Ríkisins þar.
Glitnir og Landsbanki áttu stórn hlut í GGE gegnum Glacier Renewable Energy Fund, sem Glitnir hafði umsjón með. Sá hlutur er upp á 38,6%.
Atorka á 39,7% hlut í GGE en bankarnir (sem nú er ríkisbankar) eiga tæplega 17% hlut í Atorku. Ríkið hefur einnig eignast hlut í Enex, sem er í eigu GGE og REI.
Geysir Green eignaðist 32% hlut í Hitaveitu Suðurnesja eftir að hafa keypt hlut Ríkisins og sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Skildi einhver þessa frétt?