Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ríkið ætlar sér að eignast HS Orku
Þriðjudagur 18. janúar 2011 kl. 21:14

Ríkið ætlar sér að eignast HS Orku

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir á vef Ríkisútvarpsnis að ríkið ætla sér að eignast aftur HS Orku. Tekur hún þar undir orð forsætis- og fjármálaráðherra sem bæði hafa lýst yfir áhuga á að ná aftur forræði yfir fyrirtækinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Svandís segir sátt ríkja um málið innan stjórnarflokkanna. Því sjái hún ekkert því til fyrirstöðu að þetta gangi eftir.


„Eignarnám er afarkostur og yrði þá leið sem væri farin að undangengnum árangurslausum samningum. Þannig að það er næsta skref, að fara í samninga við fyrirtækið“.


Myndin: Svandís Svavarsdóttir ræðir við Atla Gíslason á fundi VG í Reykjanesbæ í gær. Á myndinni eru einnig Lilja Mósesdóttir, Hannes Friðriksson og Guðbrandur Einarsson. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson