Þriðjudagur 31. janúar 2006 kl. 09:06
Rignir síðdegis
Klukkan 6 var hæg sunnanátt og rigning SA-lands, skúrir á V-landi en víða léttskýjað fyrir norðan. Hiti 0 til 7 stig.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hæg sunnanátt og dálítil súld. Austan 3-8 og rigning síðdegis, en suðaustan 8-13 í kvöld. Hiti 2 til 8 stig.