Rignir öskuhnullungum í Reykjanesbæ
Það rigndi sannkölluðum öskuhnullungum í Reykjanesbæ sl. nótt. Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun á yfirbreiðslu á heitum potti á 7. hæð við Pósthússtræti í Keflavík.
Einar Guðberg Gunnarsson, sem tók myndirnar segir að augljóslega hafi rignt ösku í nótt. Myndir voru teknar á sama stað seint í gærkvöldi og þá er engin aska sjáanleg. Í morgun um kl. 9:30 hafi staðan verið eins og sú sem sést á meðfylgjandi myndum.
Einar hefur sent myndirnar til Veðurstofu Íslands en stærstu kornin eru um 4 millimetrar á lengd.