Rignir aftur síðdegis
Faxaflói - Veðurhorfur til kl. 18 á morgun
Austan og norðaustan 3-5 m/s. Skýjað með köflum og úrkomulaust. 5-8 m/s og rigning síðdegis. Léttir heldur til í fyrramálið. Hiti 9 til 15 stig í dag, en 14 til 17 á morgun
Spá gerð 08.06.2007 kl. 06:33
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Hæg austlæg átt. Léttskýjað um mikinn hluta landsins, en þoka á annesjum norðanlands. Fremur hlýtt í veðri og hiti allt að 17 til 20 stigum inn til landsins. Á sunnudag: Hæg breytileg eða suðvestlæg átt. Skýða að mestu og skúraleiðingar um landið vestanvert, en léttskýjað suðaustan og austanlands. Hiti 12 til 20 stig yfir, hlýjast á Austurlandi. Á mánudag: Snýst í NA-átt með kólnandi veðri. Léttskýjað sunnalands og vestan, en skýjað og þurrt að kalla norðan- og norðaustanlands. Hiti 9 til 15 stig syðra, en 4 til 7 stig norðaustantil á landinu. Á þriðjudag og miðvikudag: NA-átt. Slydda eða rigning norðaustan- ogaustanlands og hiti 2 til 6 stig, en annars úrkomulaust og léttskýjað sunnalands og vestan. Hiti 6 til 12 stig syðra. Á fimmtudag: Hæg N-læg eða breytileg átt og aftur lítið eitt hlýnandi veður.
Spá gerð 07.06.2007 kl. 23:33
Af vef veðurstofunnar, www.vedur.is
Vf-mynd/Þorgils