Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rigningarhelgi framundan
Föstudagur 15. október 2010 kl. 08:15

Rigningarhelgi framundan


Samkvæmt veðurspánni næstu daga má búast við rigningu alla helgina hér á Reykjanesskaganum. Vindur verður suðlægur eftir hádegi 5-10 m/s  með rigningu eða súld, en úrkomulítið með kvöldinu. Suðaustan 8-13 síðdegis á morgun og rigning. Hiti 7 til 13 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Sunnan 5-10 m/s og rigning eða súld kringum hádegi, en úrkomulítið með kvöldinu. Bætir aftur í úrkomu á morgun. Hiti 7 til 11 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnudag:

Norðan 8-13 m/s og víða rigning, en vestlægari og skúrir S-lands. Hvessir NA-til og bætir í úrkomu um kvöldið. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast syðst.

Á mánudag:

Norðanátt með slyddu eða snjókomu N- og A-lands, en annrs yfirleitt léttskýjað. Hiti 0 til 6 stig, mildast S-lands.

Á þriðjudag:

Vestlæg átt og dálítil rigning V-lands, slydda fyrir norðan, en annars bjartviðri. Fremur svalt veður.

Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Norðlæg eða breytileg átt og fremur svalt, en úrkomulítið.

VFmyndir /elg – Horft yfir Faxaflóann við sólarupprás í morgun.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024