Rigning vestantil á landinu í kvöld
Klukkan 09:00 var vestlæg átt, víða 5-10 m/s. Suðvestan- og norðanlands var skýjað og súld við ströndina, en bjartviðri í öðrum landshlutum. Hiti 1 til 14 stig, hlýjast á Dalatanga.
Við norðurströndina er minnkandi lægðardrag, en 1035 mb hæð er suðvestur af Írlandi. Við Hvarf er 995 mb lægðardrag á hreyfingu norðaustur.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Vestlæg átt, víða 3-8 m/s. Léttskýjað á Suðausturlandi og Austfjörðum, en dálítil súld við suðvesturströndina og á annesjum norðaustanlands. Sunnan 8-15 og rigning vestantil á landinu í kvöld og nótt. Hægari vindur og rigning eða skúrir á morgun, en styttir upp norðvestan- og vestanlands. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast austantil.
Við norðurströndina er minnkandi lægðardrag, en 1035 mb hæð er suðvestur af Írlandi. Við Hvarf er 995 mb lægðardrag á hreyfingu norðaustur.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Vestlæg átt, víða 3-8 m/s. Léttskýjað á Suðausturlandi og Austfjörðum, en dálítil súld við suðvesturströndina og á annesjum norðaustanlands. Sunnan 8-15 og rigning vestantil á landinu í kvöld og nótt. Hægari vindur og rigning eða skúrir á morgun, en styttir upp norðvestan- og vestanlands. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast austantil.