Rigning sunnanlands
Klukkan 6 var suðaustan 10-15 m/s suðvestantil, en annars suðlæg eða breytileg átt, 5-10. Súld eða dálítil rigning á stöku stað sunnan- og vestantil, en annars skýjað með köflum og þurrt. Kaldast var 2 stiga frost á Egilsstöðum, en hlýjast 7 stiga hiti víða um vestanvert landið. Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Suðaustan 10-15 m/s og rigning sunnan- og vestanlands, en hægari og skýjað annars staðar. Lægir heldur sunnan- og vestanlands síðdegis. Suðaustan og austan 3-8 og dálítil súld sunnanlands í kvöld, en annars skýjað og þurrt. Suðaustan 13-18 og rigning á morgun, en hægari og úrkomulítið norðaustantil. Hiti 3 til 8 stig að deginum.
Suðaustan 10-15 m/s og rigning sunnan- og vestanlands, en hægari og skýjað annars staðar. Lægir heldur sunnan- og vestanlands síðdegis. Suðaustan og austan 3-8 og dálítil súld sunnanlands í kvöld, en annars skýjað og þurrt. Suðaustan 13-18 og rigning á morgun, en hægari og úrkomulítið norðaustantil. Hiti 3 til 8 stig að deginum.