Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rigning og rok í dag
Sunnudagur 12. desember 2004 kl. 11:20

Rigning og rok í dag

Klukkan 9 var austlæg átt á landinu, 15-20 m/s víða sunnan- og vestanlands, en hægari austan- og norðanlands. Rigning var sunnantil á landinu en snjókoma norðantil. Hiti var frá 9 stigum á Kjalarnesi niður í 6 stiga frost við Mývatn.

Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Austan 10-15 m/s og víða talsverð rigning, en sunnan 13-18 nálægt hádegi og úrkomuminna síðdegis. Suðvestan 15-20 og skúrir eða él á morgun og fer að lægja síðdegis. Hiti 3 til 8 stig í dag, en kólnar síðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024