Rigning og rok í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan 15-20 m/s og talsverðri rigningu sunnan- og vestantil, en vaxandi vindi og rigningu með köflum annars staðar. Suðlæg átt 13-20 m/s nálægt hádegi, hvassast við austurströndina, en dregur úr úrkomu vestanlands. Sunnan og suðvestan 8-13 m/s á morgun og rigning eða skúrir, einkum sunnanlands, en heldur hægari vindur, skýjað með köflum og úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast norðaustanlands.