Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rigning og breytileg átt
Föstudagur 27. október 2006 kl. 09:12

Rigning og breytileg átt

Á Garðskagavita voru ANA 3 og 6 stiga hiti klukkan 9.
Klukkan 6 í morgun  var suðaustanátt, stormur á sunnanverðu hálendinu, en annars staðar var vindur víða á bilinu 8-13 m/s. Úrkomulaust að mestu norðan- og austanlands, en víða talsverð rigning sunnan- og austantil. Hiti var 1 til 8 stig á láglendi, hlýjast við suðurströndina.


Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vaxandi austlæg átt og talsverð rigning, víða 13-18 m/s um hádegi. Úrkomulítið eftir hádegi og minnkandi vindur í kvöld. Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 á morgun og skúrir. Hiti 2 til 8 stig

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Vaxandi austlæg átt, víða 13-18 m/s um hádegi, en 18-23 á miðhálendinu. Þurrt norðan- og austanlands fram eftir degi, annars rigning. Áfram austanáttir á morgun, víða 13-18 norðantil, en mun hægari sunnanlands. Rigning eða skúrir. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024