Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rigning með kvöldinu
Fimmtudagur 27. maí 2004 kl. 09:36

Rigning með kvöldinu

Næsta sólarhringinn er spáð suðaustan 8-13 m/s með suðvesturströndinni og dálítilli súld öðru hverju, en annars hægviðri og víða léttskýjuðu, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Suðaustan 5-8 suðvestanlands í dag og dálítil rigning með kvöldinu, en hægviðri og bjart í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 að deginum, hlýjast til landsins.

Klukkan 3 í nótt var 9 stiga hiti í Reykjavík, 6 stig á Akureyri, 2 stiga hiti á Egilsstöðum og 8 stig á Stórhöfða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024