Rigning með köflum en vind lægir í kvöld
Austan og norðaustan 10-15 en hvassari á stöku stað. Rigning með köflum. Hægari og úrkomulítið í kvöld. Norðan og norðaustan 10-18 á morgun, hvassast vestast. Skýjað með köflum. Hiti 8 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðan og norðvestan 5-13 m/s en lægir síðdegis, fyrst vestantil. Vestlæg átt 3-8 m/s um kvöldið. Rigning eða súld norðaustanlands fram til kvölds, en annars víða léttskýjað. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast sunnanlands.
Á mánudag (frídagur verslunarmanna):
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Víða bjart veður, en dálítil súld við vesturströndina síðdegis. Hlýnar í veðri, einkum norðaustanlands.